Menningarnefnd

Menningarnefnd
167. fundur
10. október 2018 í Átthagastofu Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 18:30

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Rebekka Unnarsdóttor boðar menningarnefnd á fund vegna jólapakkhúss og til að sýna drög að breytingum á Pakkhúsi.

Menningarnefnd ákveður samróma að halda áfram jólapakkhúsi sem svipuðu sniði og hefur verið sl. ár. Bæði piparhúsakeppni og Jólahús Snæfellsbæjar verður á sínum stað og auglýst betur í nóvember. Jólasveinar mæta á svæðið og mun áherslan vera lögð á notalega stemmingu þar sem bæði börn og fullorðnir geta notið sín.

2. Jólaþorp, 1. – 2. desember

Jólaþorp 1. – 2.des Rætt var frekari skipulag varðandi jólaþorpið. Verkefnastjóri áttahagastofu mun koma að verkefninu sem og markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar mun aðstoða með auglýsingagerð og markaðsefni.

Fundi slitið kl. 18:30.