Menningarnefnd

Menningarnefnd
168. fundur
24. október 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:30

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Erindi frá Leikhópnum Lottu.

Leikhópurinn Lotta óskar eftir styrkveitingu vegna leiksýningar í Snæfellsbæ þann. 29 mars 2019. Menningarnefnd tekur vel í erindið. Þetta er vetrasýning og mun Leikhópurinn Lotta koma með nýtt efni í sumar. Óskað er eftir upphæð frá leikhópnum hvað varðar styrkupphæð.

2. Jólatónleikar

Hugljúfir tónleikar verða í Ólafsvíkurkirkju þann 29. nóvember. Söngkonan Guðrún Árný mun ásamt barnakór Snæfellsbæjar syngja jólin inn í Snæfellsbæ. Miðaverð mun vera kr. 1000,- sbr. Og síðustu ár.

3. Jólaþorp

Rætt frekar um skipulag. Formaður mun kanna hvernig statt er á jólaskreytingum fyrir helgina. Athugað með heimamenn til að koma fram með lifandi tónlist. Búið er að ræða við flesta kaup- og veitingamenn bæjarins til að vera með og vel tekið í þetta framtak. Skrifaður niður listi yfir matföng sem menningarnefnd mun koma til með að útvega, s.s ristaðar möndlur, heitt kakó og jólaglögg.

Fundi slitið kl. 13:30.