Menningarnefnd
169. fundur
25. október 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 18:00 – 19:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir auk bæjarstjórnar, bæjarritara og markaðs- og upplýsingafulltrúa.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Pakkhús
Safn í Pakkhúsi rætt. Niðurstaða umræðu sú að vilji er fyrir því að skoða að koma upp nýrri sýningu í Pakkhúsið sem ótengd er þeirri fyrri.
2. Jólaþorp
Fyrirhugað Jólaþorp var kynnt fyrir bæjarstjórn við góðar undartektir.