Menningarnefnd

Menningarnefnd
170. fundur
2. nóvember 2018 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Pakkhús Snæfellsbæjar

Ræddar voru niðurstöður fundar með bæjarstjórn. Sköpuðust miklar umræður um framtíð safnsins. Ragnheiður lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun bæjarstjórnar.

Menningarnefnd ítrekar að íbúafundur verður haldinn varðandi hugmyndir að nýju safni. Eins að þegar núverandi safn verður tekið niður fari fram vinna við skráningu safnmuna, bæði í Pakkhúsi og geymslu.

2. Leikhópurinn Lotta

Heildarkostnaður við verkið er kr. 380.000.-. Menningarnefnd mun greiða kr. 200.000.- og rest mun skiptast á milli foreldrafélaga leikskólanna.

Um er að ræða sýningarferð um landið með leikritið Rauðhettu. Í Snæfellsbæ verður sýning haldin þann 29. mars 2019 í Klifi og verður öllum opin.

3. Jólaþorp Snæfellsbæjar

Ákveðið að breyta tímasetningum og verður þorpið þessi jólin laugardaginn 1. desember frá kl. 13 – 17 í Átthagastofu Snæfellsbæjar og Pakkhúsinu.

Nú þegar hafa tveir veitingastaðir staðfest komu sína ásamt nokkrum fyrirtækjum í bænum. Eins verður auglýst REKO Vesturland afhending í Snæfellsbæ þennan dag.

Fundi slitið kl. 13:00.