Menningarnefnd
171. fundur
7. nóvember 2018 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Skipulag við Jólaþorp
Undirbúningur vegna skreytinga, uppröðun bása og fleira í bígerð.
2. Auglýsingar
Auglýsingar vegna Jólahúss Snæfellsbæjar, Piparkökuhúsakeppni og jólaþorpsins undirbúnar.
Einnig auglýsing vegna jólatónleika sem haldnir verða þann 28. nóvember.