Menningarnefnd

Menningarnefnd
178. fundur
4. desember 2018 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Yfirferð á jólaþorpi

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með vel heppnað jólaþorp. Mæting var fram úr öllum væntingum og almenn ánægja með framkvæmd. Farið var  yfir þá punkta sem betur mega fara að ári og viðburðinum gerð góð skrifleg skil fyrir næsta ár.

2. Auglýsingar og jólahús

Ákveðið var að kaupa aftur ostakörfur frá Kassanum í verðlaun fyrir Jólahús Snæfellsbæjar og piparkökuhúsið. Verðlaun verða veitt fyrir 22. desember í Pakkhúsinu. Ákveðið að hanna auglýsingar í samráði við markaðs- og upplýsingafulltrúa fyrir þessa viðburði.

Fundi slitið kl. 13:00.