Menningarnefnd
181. fundur
19. febrúar 2019 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Málefni handverkshóps og Pakkhúss.
Rut víkur af fundi og Ragnheiður tekur við fundarskrifum.
Menningarnefnd ítrekar að handverkshópur er og hefur ekki verið á vegum Menningarnefndar.
2. Viðburðir í Snæfellsbæ
Rut kemur aftur inn á fund og tekur við fundarskrifum.
Ákveðið að bera hugmyndina Matarauður Snæfellsbæjar undir Ragnhildi hjá Svæðisgarðinum og fá hennar álit og hugmyndir.
Vetrarhátíð í Snæfellsbæ 2019. Hugmynd að halda hátíð næsta vetur sem tileinkuð er fjölskyldu&menningu.
3. Val á jólahús Snæfellsbæjar
Nefndin hefur tekið ákvörðun um breytt fyrirkomulag á kosningu vegna Jólahús Snæfellsbæjar. Nefndin mun velja fimm hús og í framhaldi verður rafræn kosning þar sem bæjarbúar velja Jólahúsið 2019.
Ákveðið er að veita Kristjáni Helgasyni styrk kr. 100.000, vegna vinnu hans við söfnun frétta í Snæfellsbæ sem varðveitt er í Átthagastofu.