Menningarnefnd

Menningarnefnd
182. fundur
25. mars 2019 á veitingastaðnum Hraun, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Listastyrkur

Menningarnefnd vill leggja til nýtt verkefni á vegum nefndarinnar sem snýr að styrkveitingum til ungra listamanna ættaða frá Snæfellsbæ til að koma og deila sköpun sinni í heimabyggð.
Hugmyndin er að veita ungu listafólk og hönnuðum á aldrinum 20 – 35 ára sem hafa lokið námi eða eru við nám í viðurkenndu lista- eða hönnunarnámi styrk til að skapa viðburð eða deila sköpun sinni í Snæfellsbæ á árinu 2019.
Veittir væru tveir styrkir að hámarki 300 þúsund krónur hver.

2. Snæfellsbæingur ársins 2019

Menningarnefnd ákveður að breyta fyrirkomulagi á kosningu Snæfellsbæings ársins. Á næstu vikum mun nefndin óska eftir ábendingum um þá aðila sem gætu hlotið nafnbótina Snæfellsbæingur ársins.
Kosning verður útfærð á rafrænan máta og mun atkvæði íbúa skiptast til helminga á móti vali nefndar.

3. Önnur mál

Nefndin ætlar að kanna hvort grínhópurinn Mið-Ísland sjái sér fært að kíkja til okkar á næstunni.

Fundi slitið kl. 13:00.