Menningarnefnd

Menningarnefnd
184. fundur
29. ágúst 2019 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólin 2019.

  • Jólatónleikar verða haldnir fimmtudaginn 28. nóvember 2019. Listamenn hafa verið bókaðir og verður auglýst síðar.
  • Menningarnefnd mun standa aftur fyrir Jólaþorpinu í ár. Ákveðin dagsetning er 30. nóvember 2019 í Átthagastofu. Ef fjöldi fyrirtækja verður slíkur skoðum við annan stað. Auglýst verður á næstu dögum eftir áhugasömum einstaklingum og fyrirtækjum.
  • Rætt um jólasveinaheimsóknir og fleira tengt jólum sem menningarnefnd hefur staðið að síðustu ár.

2. Ábendingar

Kristján Helgason kíkti til okkar með nokkra punkta varðandi merkingar á stöðum í Ólafsvík sem og merktum einstaklingum sem hér eru fæddir, m.a. María Markan, Erró, Loðnugjá og fleira.

Þökkum honum fyrir gott innlegg.

Fundi slitið kl. 13:00.