Menningarnefnd
186. fundur
1. október 2019 á veitingastaðnum Hraun, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:30
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Jólatónleikar
JólaGóss mun halda jólatónleika í Ólafsvíkurkirkju þann 30. Nóvember kl. 20:00.Miðaverð verður kr. 2000,- og er þegar byrjað að auglýsa tónleikana.
2. Jólaþorp
Ákveðið að færa jólaþorpið til 28. nóvember frá kl. 17 – 22 í Átthagastofu. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki staðfest þáttöku og verður fyrirkomulag með svipuðu sniði ogsíðasta ár.
3. Jólasveinar
Búið að ganga frá samning varðandi jólasveinana. Vinna stendur yfir við að skipuleggja staðsetningu, dagsetningar og fleira.