Menningarnefnd

Menningarnefnd
187. fundur
30. október 2019 á veitingastaðnum Hraun, Ólafsvík frá kl. 18:00 – 19:00

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólaþorp

Nú þegar hafa 15 aðilar skráð sig og útséð að Átthagastofa rúmar ekki sístækkandi Jólaþorp.

Ákveðið að bóka hluta af Klifinu og færa viðburðinn svo flestir fái notið sín.

Lifandi tónlist hefur verið bókuð og undirbúningur við skreytingar hafinn.

2. Leikhópurinn Lotta

Beiðni frá Leikhópnum Lottu um að halda vetrarsýningu í Klifi þann 24. febrúar 2020.

Verð fyrir sýningu er kr. 382.500.-

Undanfarin ár hefur menningarnefnd staðið að sýningum Lottu sem hafa ávalt verið mjög vel sóttar og samþykkir nefndin einróma að halda því áfram.

3. Jólatónleikar

Auglýst forsala á jólatónleika með GÓSS verður haldin á Jólaþorpinu þann 28. nóvember. Verði miðasala þannig að kirkjan rúmi ekki tónleikagesti verða tónleikar færðir í félagsheimilið Klif.

4. Menningarverðmæti Snæfellsbæjar

Menningarnefnd vill ítreka við bæjarstjórn að menningarverðmæti og gjafir til Snæfellsbæjar verði skráð og farið verði í gegnum þá muni sem geymdir eru í Slökkvistöð á Hellissandi.

Fundi slitið kl. 19:00.