Menningarnefnd
188. fundur
15. nóvember 2019 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Jólaþorpið
Frábær þátttaka á jólaþorpinu og 110% aukning söluaðila frá fyrra ári.
Farið yfir skipulag á básum og fleiri þáttum.
2. Jólahús Snæfellsbæjar og Piparkökuhús
Tekin ákvörðun um að breyta verðlaunum í peningaverðlaun, kr. 20.000.
Teljum að með því megi auka þáttöku. Ákveðið að hafa piparkökuhúsin til sýnis á fjölförnum stað í bænum, talað verður við Kassann.
3. Auglýsingar
Jólatónleikar, jólaþorp og jólahús- og piparkökuhús fer í auglýsingar á næstu dögum.
4. Jólasveinar
Búið er að ákveða þær dagsetningar sem sveinki skýtur upp kollinum ásamt staðsetningum, frábær viðbrögð frá stöðum.