Menningarnefnd

Menningarnefnd
189. fundur
11. desember 2019 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólaþorp Snæfellsbæjar

Farið yfir hvað betur mætti fara á næsta ári.

Jólaþorpið heppnaðist verulega vel og mæting fór fram úr björtustu vonum.

Jólatónleikar GÓSS heppnuðust einnig vel. Mæting hefði mátt vera betri en við skrifum það hjá okkur fyrir næsta ár.

2. Jólahús Snæfellsbæjar og Piparkökuhús Snæfellsbæjar

Ákveðið að færa verðlaunaafhendinguna um viku, til 22. desember kl. 16:30 í Átthagastofu.

Auglýsing kemur á heimasíðu Snæfellsbæjar. Bæjarbúum gefst kostur á að skila sínu atkvæði inn á síðu snb.is

Fundi slitið kl. 13:00.