Menningarnefnd

Menningarnefnd
190. fundur
20. desember 2019 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 12:30

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólahús og Piparkökuhús

Góð þátttaka var í kosningu á vef Snæfellsbæjar og menningarnefnd sammála vali bæjarbúa með bæði jólahús og piparkökuhús.

Jólahús Snæfellsbæjar – Alls bárust 69 atkvæði

Gylfi Scheving og Jóa í Skipholti 1 hlutu flest atkvæði.

Piparkökuhús – Alls bárust 61 atkvæði

Piparkökuhús nr. 3: Soffía Elín, Ásbjörn og Særún hlutu flest atkvæði.

Gjafabréf verða prentuð af Steinprent og verðlaun afhent þann 22. desember í Átthagastofu.

Fundi slitið kl. 12:30.