Menningarnefnd
191. fundur
11. febrúar 2020 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 12:30
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Erindi frá Tónalandi – Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir
Beiðni um styrk vegna tónleika í mars. Menningarnefnd getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
2. Leikhópurinn Lotta
Kemur mánudaginn 24. febrúar í boði nefndarinnar. Lokahnykkur á skipulagi ræddur.
3. Rökkurdagar 2021
Ræddar hugmyndir hvort og hvernig mætti halda Rökkurdaga Snæfellsbæjar í janúar 2021.
4. Jólatónleikar 2020
Rætt um skipulag á næstu jólatónleikum. Stefnt verður að því að halda tónleikana í miðri viku og byrjað er að ræða við listamenn.