Menningarnefnd
195. fundur
31. ágúst 2020 á veitingastaðnum Hraunið, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Ljósmyndasamkeppni
Heppnaðist ljómandi vel. Rúmlegar 150 ljósmyndir voru sendar inn frá um 70 áhugaljósmyndurum. Þemað var sumar í Snæfellsbæ. Ragnar Axelson og Páll Stefánsson ljósmyndarar völdu sigurmyndirnar sem hlutu peningaverðalun.
Áætlað er að setja af stað aðra samkeppni með þemað ,, vetur í Snæfellsbæ ”.
2. Jólaþorp
Árlegt jólaþorp Snæfellsbæjar verður haldið laugardaginn 5.desember í Klifi. Framkvæmd og skipulag mun ráðast af stöðu mála þegar nær að dregur.
Auglýsingar verða settar á næstunni fyrir þáttakendur til skráningar.
3. Jólatónleikar
Árlegir jólatónleikar menningarnefndar verða haldnir í byrjun desember. Líkt og með Jólaþorpið verða þeir útfærðir eftir stöðu mála.