Menningarnefnd

Menningarnefnd
196. fundur
9. nóvember 2020 á veitingastaðnum Hraun, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:30

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jóladagskrá 2020

Menningarnefnd hefur tekið ákvörðun að halda ekki jólaþorp Snæfellsbæjar þetta árið vegna ástands í samfélaginu. 

Jólatónleikar líkt og hafa verið haldnir hátíðlega undanfarin ár verða með breyttu sniði og stendur vinna yfir við skipulagningu.

Jólahús Snæfellsbæjar verður valið.

Frekari jóladagskrá er í vinnslu og verður unnin í samstarfi við markað– og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar.

Fundi slitið kl. 13:00.