Menningarnefnd
198. fundur
25. febrúar 2021 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 – 21:00.
Fundinn sátu: Ragnheiður Víglundsdóttir, fyrir hönd menningarnefndar Snæfellsbæjar, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Dagskrá:
1. Hugarflugsfundur vegna nýrrar grunnsýningar í Norska húsinu.
Til fundarins var boðið fulltrúum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og frá öðrum söfnum á nesinu, auk starfsfólks BSH, fagfólks og fulltrúa frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, sem er samstarfsaðiili í þessu verkefni.
Umsjón með fundinum hafði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI.
Gert var ráð fyrir að samráðið verði tveimur hlutum. Þessi fyrri hluti er undirbúningur, þar sem farið verður yfir Norska húsið, safnkost, skrefin við endurskoðum grunnsýningar og hlutverk þeirra sem þátt taka . Einnig munum við velta fyrir okkur sögu Snæfellsness og fá erindi frá fagfólki um helstu strauma og sefnur i sýningarhaldi.
Á síðari fundinum förum við lengar inn í hugmyndavinnu, spáum í hvaða sögu við viljum segja og hvað góð sýning þarf að uppfylla. Áætlað er að hann verði fimmtudaginn 11. mars.