Menningarnefnd
200. fundur
5. maí 2021 í Átthagastofu Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 18:00.
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Styrkur Lista- og menningarnefndar
Menningarnefnd ákveður að breyta fyrirkomulagi á vali Snæfellsbæing ársins í styrk til Lista- og menningaverkefna sem tengjast Snæfellsbæ. Reglur og fyrirkomulag verða ræddar frekar á næsta fundi.
2. Örstyrkir sumarið 2021
Menningarnefnd ákveður að auglýsa fjóra örstyrki hver upp á kr. 40.000,- til menningar- og lista verkefna í Snæfellsbæ fyrir sumarið 2021.
3. Ljósmyndasamkeppni
Ákveðið að ræða við markaðs- og upplýsingafulltrúa með að efna til ljósmyndasamkeppni árið 2021
4. Safn á vesturlandi
Ragnheiður fer fyrir hönd menningarnefndar í verkefnahóp er varðar söfn á Vesturlandi. Hún kynnti verkefnið fyrir nefndinni og sagði frá áhugaverðum breytingum á sýningu í Norska húsinu.