Menningarnefnd

Menningarnefnd
203. fundur
30. september 2021 í Röstinni frá kl. 17:00 – 18:00.

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólaþorp.

Menningarnefnd mun halda jólaþorp í Félagsheimilinu Klifi. Vinna er komin í gang við framkvæmd og verður dagsetning auglýst síðar.

2. Jólatónleikar

Viðræður standa yfir við listamenn um árlega jólatónleika nefndarinnar. Dagsetning auglýst síðar.

3. Barnajól

Ræddar hugmyndir að útfærslu á jólaskemmtun yngri kynslóðarinnar líkt og nefndin hefur staðið fyrir undanfarin ár. Frekari ákvörðun tekin á næsta fundi.

4. Ljósmyndasýningar.

Ræddar voru hugmyndir hvort mögulegt væri að útbúa ljósmyndasýningu af verkum Helga Jónassonar af fólki í Ólafsvík. Eins kom Ragnheiður með beiðni frá Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju hvort hægt væri að fá verk í eigu Snæfellsbæjar til sýnis í safnarðarheimilinu. Nefndin styður þá hugmynd og benti Ragnheiði á að vera í sambandi við starfsmenn bæjarins.

4. Styrkir til menningarverkefna

Menningarnefnd auglýsti eftir umsóknum um örstyrki til menningarverkefni í sumar. Engar umsóknir bárust.

Fundi slitið kl. 18:00.