Menningarnefnd
204. fundur
12. október 2021 í Átthagastofu frá kl. 12:00 – 13:30
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Dagsetning fyrir jólaskemmtanir
Jólaþorp verður haldið miðvikudaginn 1. desember í Klifi. Auglýsing send í bæjarblaðið og óskað eftir skráningu aðila sem vilja taka þátt. Vinna stendur enn yfir með jólatónleika og barnajól.
2. Erindi frá Frystiklefanum
Erindi frá Frystiklefanum um styrk upp á kr. 200.000.- til niðurgreiðslu á miðaverði barna í 8. – 10. bekk GSNB á tónleika Reykjavíkurdætra og Vök sem haldnir eru í tengslum við kvikmyndahátíðina Northern Wave Film Festival.
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og mögulegt samstarf við Frystiklefann. Nefndin getur þó ekki boðið börnum og ungmönnum á tónleika þar sem áfengi er selt.
3. Menningarstefna Vesturlands
Menningarnefnd tekur jákvætt í Menningarstefnu Vesturlands og getur tekið til sín marga áhugaverða punkta. Nefndin vill í framhaldinu óska eftir við bæjarstjórn að á næsta ári verði útbúin Menningarstefna Snæfellsbæjar sem gefi jafnframt skýra sýn á starfsemi nefndarinnar.
4. Rökkurdagar í janúar/febrúar
Menningarnefnd hyggst í samvinnu við Snæfellsbæ halda Rökkurdaga í janúar/febrúar með ýmiskonar menningartengdum viðburðum. Sent verður inn sér erindi til aukafjárveitingar á fjárhagsáætlun næsta árs.