Menningarnefnd
206. fundur
19. janúar 2022 í Átthagastofu, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Dagskrá
Svandís Jóna tekur sæti í menningarnefnd fyrir J-listann.
Kolbrún Pálsdóttir sækir um styrk fyrir hönd Þorrablótsnefndar uppá kr. 200.000,- fyrir vinnslu á upptökum á leikatriðum sem sýnt verður fyrir íbúum rafrænt.
Samþykkt að veita kr. 150.000,- í verkefnið.
Rímna listasmiðja í samstarfi við íþótta- og æskulýðsfulltrúa. Fyrirhugað er að bjóða eldri börnum Snæfellsbæjar upp á listasmiðju í rímni. Er í ferli og verður skoðað samhliða barnamenningarhátíð.
Hinsegin hátíð á Vesturlandi og fleira rætt.