Menningarnefnd
207. fundur
7. febrúar 2022 í Átthagastofu, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00.
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Dagskrá
Skógræktarfélag Ólafsvík óskar eftir styrk vegna uppsetningu á söguskiltum sem segja frá kaupmennsku Ólafsvíkur.
Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og samþykkir styrk kr. 200.000,-
Stjórn Sandara- og Rifsaragleði óskar eftir styrk að kr. 200.000,- til hátíðarinnar.
Nefndin hefur sl.ár lagt kr. 200.000,- til bæjarhátíða og samþykkir erindið.
Mínir menn óska eftir styrk að kr. 500.000,- til að halda tónleika á Sandara- og rifsaragleði n.k. sumar.
Samþykkt að veita styrk að kr. 100.000,-
Fyrirhuguð barnamenningarhátíð og fleiri mál rædd.