Menningarnefnd Snæfellsbæjar
209. fundur
17. maí 2022 frá kl. 12:00 – 13:00 í Átthagastofu Snæfellsbæjar
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Matthildur Kristmundsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Kristján Helgason
Ósk um styrk til að halda áfram vinnu við skráningu frétta í Snæfellsbæ.
Samþykkt að veita Kristjáni kr. 30.000.-
2. Pakkhús – önnur hæð
Ef bæjarstjórn fer í breytingar á sýningu á annarri hæð í Pakkhúsinu viðrar Rut hugmynd um tímabundna nýtingu á rýminu þar til ný sýning verður sett upp.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að safnageymsla og skrásetning safnmuna verði unnin samhliða þeirri vinnu.
3. Barnamenningarhátíð í Snæfellsbæ 2022
Ósk frá aðstandendum barnamenningarhátíðar um styrk til hátíðarinnar.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 100.000.-