Menningarnefnd

Menningarnefnd
210. fundur
23. maí 2022 frá kl. 19:30 – 20:30 í Átthagastofu Snæfellsbæjar

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Leikfélagið Lauga

Stjórn Leikfélagsins Lauga kom á fundinn og kynntu hugmyndir sínar um nýstofnað leikfélag.

Menningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir að styrkja leikfélagið um kr. 100.000.-

2. Safnageymsla

Hollvinasamtök Pakkhússins og nefndin fengu safnafræðing til að meta umfang við tiltekt í safnageymslu (gamla slökkvistöðin á Hellissandi) og skrásetningu safnmuna. Þá var safnið á Pakkhúsinu einnig skoðað. Greinargerð um verkefnið liggur fyrir á næstunni.

Fundi slitið kl. 20:30.