Menningarnefnd

Menningarnefnd Snæfellsbæjar
212. fundur
23. ágúst 2022

Fundinn sátu: Ingunn Ýr Angantýsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Hafdís Rán Brynjarsdóttir, Arnór Ísfjörð Guðmundsson og Marsibil Katrín Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Helga Jóhannsdóttir

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Styrkveiting vegna miðnætursunds

Í byrjun ágúst var styrkur var veittur fyrir miðnætursund í Ólafsvík að upphæð 150.000 kr. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi óskaði eftir styrknum.

2. Jólatónleikar

Hugmyndir af tónlistarmönnum ræddar fram og til baka, upp komu nöfn eins og: Sigurður Guðmundsson, GÓSS, Guðrún Árný, Friðrik Ómar, Hera, KK og Ellen, Stefán Hilmars. Hugmynd um að hafa samband við Baggalút og láta fólk borga sig inn á tónleika.

3. Dagsetning jólaviðburða

Hugmynd rædd um að hafa jólaþorp og jólatónleika sömu helgina og jafnvel stíla inn á sömu og helgi og kveikt yrði á jólatréinu. Fá upplýsingar hjá Kristfríði Rós um nánari dagsetningu á því. Hugmynd um að hafa jólaþorp á efri hæð REKS.

4. Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð – þörf er á betri upplýsingum um barnamenningarhátíðina nk. september 2022. Heimir ætlar að upplýsa núverandi nefnd um þessi mál, en komst því miður ekki á fundinn.

4. Menningarstefna Snæfellsbæjar

Þörf er á skýrari sýn á starfssemi nefndarinnar. Leggjum til að bæjarstjórnin útbúi menningarstefnu Snæfellsbæjar. Safnamál bæjarins eru óljós – rætt var um að setja upp málverkasýningu á málverkum í eigu Snæfellsbæjar, jafnvel í samstarfi við fólkið sem keypti Blómsturvelli eða Hvítahúsið hjá Elvu Hreiðars.

4. Næsti fundur

Dagsetning næsta fundar ákveðin 13. september 2022 kl. 14:00.

Fundi slitið.