Menningarnefnd
213. fundur
6. september 2022 í Átthagastofu Snæfellsbæjar kl. 14:00 – 15:00
Fundinn sátu: Arnór Ísfjörð Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson, Hafdís Rán Brynjarsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Ýr Angantýsdóttir.
Fundargerð ritaði: Helga Jóhannsdóttir.
Dagskrá:
1. Hollvinafélag Pakkhússins
- Erindi frá félaginu varðandi safnkost Pakkhússins, rætt. Sjá fylgibréf.
- Nefndin tók vel í erindi, er jákvæð á vinnuna og vísar því á borð bæjarstjórnar.
- Hollvinafélagið er tilbúið að legga til eigin vinnu í þetta verkefni undir leiðsögn forvarðar.
2. Barnamenningarhátíð
Fyrri nefnd hafði samþykkt að veita 100 þús króna styrk fyrir hátíðina.
Ný nefnd kom með nokkrar tillögur og niðurstaðan er:
- Dansnámskeið 6-16 ára. Heill dagur frá atvinnudansara og kennara sunnudaginn 11 sept.
- Karíus og Baktus –í samstarfi með foreldrafélögunum í leik-og grunnskólum snb. Dagsetning ekki komin á hreint.
3. Jólaviðburður í SNB
Jólatónleikar – Hera og co., fimmtudaginn 1. desember.
Tillögur fyrir desember:
- Viðburðadagatal
- Jólatónleikar
- Jólalegasta húsið
- Jólaglugginn
- Fyrirtæki velja sér dag til að gera eitthvað skemmtilegt
- Jólaþorp 3. eða 4. des
- Piparkökuhúsakeppni