Menningarnefnd
215. fundur
17. nóvember 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:00 – 15:10
Fundinn sátu: Helga Jóhannsdóttir, Heimir Berg, Kristín Arnfjörð, Ingunn Ýr Angantýsdóttir og Jóhannes Stefánsson.
Fundargerð ritaði: Helga Jóhannsdóttir.
Dagskrá:
1. Jólakvöld 24. nóvember
- Menningarnefnd verður í Átthagastofu frá 18:00-21:00.
- Jón Haukur gengur á milli staða og verður með tónlistaratriði.
2. Jólatónleikar
- Rætt var um að færa jólatónleikana úr Klifi yfir í kirkjuna, fá það á hreint hvort kirkjan sé laus og hafa samband við Heru.
- Miðasala í átthafastofu á fimmtudaginn 24. nóvember frá 18:00-21:00.
- Ákveðið að hittast og skreyta átthagastofu miðvikudaginn 23. nóvember.
3. Jólahús Snæfellsbæjar
- Ákveðið að vekja athygli á kosningu um jólahús Snæfellsbæjar í Jökli og á miðlum bæjarins.