Menningarnefnd
216. fundur
14. febrúar 2023 í Átthagastofu Snæfellsbæjar frá kl. 14:00 – 14:50.
Fundinn sátu: Helga Jóhannsdóttir, Heimir Berg, Kristín Arnfjörð, Ingunn Ýr Angantýsdóttir og Hafdís Rán Brynjarsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Jóhannsdóttir.
Dagskrá:
1. Styrkir
- Sóknarsamlag Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskirkju Kórastarf sótti um styrk vegna kórasamstarfsins sem hefur verið í vetur. Nefndin samþykkti 100.000 kr í styrk.
- Leikfélagið Lauga fékk peningagjöf frá Menningarnefnd að upphæð 100.000 kr í styrk.
- Styrkirnir fóru af reikningi fyrir áramót.
2. Örstyrkir menningarnefndar
- Fjórir styrkir, ákveðið að hækka styrkinn úr 40 þús kr. í 50 þús kr. hver.
- Umsóknarfrestur til 1. apríl.
- Auglýst á næstu dögum í Jökli.
3. Þjóðgarðsmiðstöð
- Í framhaldi af samráðsfundi við Þjóðgarðsmiðstöðina verður skoðað að halda örsýningu á málverkum í eigu Snæfellsbæjar.
- Sendum beiðni á bæjarskrifstofuna um að skoða safneigu bæjarins.
4. Vorviðburður á vegum menningarnefndar
- ATH með ýmis konar námskeið: Matargerðarnámskeið, keramik…
- Senda tölvupósta og fá tilboð frá ýmsum aðilum.