Lista- og menningarnefnd
163. fundur
22. maí 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 17:00 – 18:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Gunnsteinn Sigurðsson og Ragnheiður Víglundsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Umsókn frá Karlakórnum Kára
Ákveðið var að styrkja Karlakórinn Kára vegna 10 ára starfsafmælis kórsins um kr. 180.000.-
Kórinn hélt afmælistónleika þann 13.maí sl. Mikið var lagt í tónleikana. Gestir kórsins voru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Elmar Gilbertsson, Lárus Hannesson og Karlakórinn Heiðbjört. Jafnframt var sviðið stækkað í Félagsheimilinu Klifi.
2. Umsókn frá Kolbrúnu Ósk Pálsdóttur fyrir Sandara- og Rifsaragleði 2018
Ákveðið var að styrkja Sandara- og Rifsaragleðina sumarið 2018 um kr. 200.000.-
3. Rætt var um Snæfellsbæing ársins árið 2018.