Öldrunarráð
1. fundur
29. nóvember 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 16:50.
Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Aðalsteina Erla Laxdal Gísladóttir, Jón Guðmundsson og Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem er tengiliður við bæjarstjórn og starfsmaður Öldrunarráðs. Pétur Steinar Jóhannsson boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Sveinn Þór Elínbergsson.
Dagskrá:
1. Afhending fundargagna
Sveinn Þór býður fundarmenn velkomna og afhendir fundargögn.
2. Kjör formanns, varaformanns og ritara
Aldursforseti nýkjörins Öldrunarráðs Snæfellsbæjar, Jón Guðmundsson, setur fund og stýrir kjöri formanns, varaformanns og ritara.
3. Samhljóma niðurstaða kjörs formanns, varaformanns og ritara varð þessi:
Formaður: Margrét Vigfúsdóttir
Varaformaður: Aðalsteina Erla Laxdal Gísladóttir
Ritari: Pétur Steinar Jóhannsson
4. Erindisbréf og fleira
Sveinn Þór gerði grein fyrir hlutverki Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, félagsmálanefndar Snæfellinga sem og megininntaki nýrra félagsþjónustulaga sveitarfélaga, ennfremur efnisatriðum erindisbréfs Öldrunarráðs Snæfellsbæjar.
5. Umræður
Umræður fóru fram um hlutverk Öldrunarráðs og stöðu aldraðra og réttindi þeirra til þjónustu í sveitarfélaginu.
5. Kynning á ráði
Ráðið telur brýnt að kynna ráðið og hlutverk þess. Samþykkt að efna til kynningar á vettvangi eldri borgara á Klifi.
5. Dagsetning næsta fundar
Samþykkt að efna til næsta fundar fimmtudaginn 17. janúar kl. 16:00.