Öldrunarráð
10. fundur
Fjarfundur 4. desember 2020 í gegnum síma frá kl. 10:00 – 10:50.
Fundinn sátu: Auður Grímsdóttir í stað Jóns Guðmundssonar, Erla Laxdal, Jóhanna Gunnarsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir og Pétur S. Jóhannsson sem ritaði fundargerð. Seinna kom á fundinn og lét heyra í sér hundurinn Tinni til heimilis á Vallholti 13, en hann hefur ekki atkvæðisrétt. Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður Félags og skóla, setti fundinn.
Fundargerð ritaði: Pétur S. Jóhannsson
Dagskrá:
1. Kosning nýs formanns
Kosning nýs formanns í stað Margrétar Vigfúsdóttur sem lét af störfum að eigin ósk fyrr á árinu. Voru henni færðar þakkir fyrir sín störf fyrir Öldungaráðið.Samþykkt var að kjósa Erlu Laxdal í hennar stað en hún var varaformaður. Íhennar stað kosinsem varaformaður Svanhildur Pálsdóttir en hún er ný í nefndinniog kjörinn af bæjarstjórnSNB. Þær þökkuðu traustið.
2. Umræður um störf nefndar
Umræður urðu um störf nefndarinnar og hennar verkefni. Ítrekað var enn og aftur að beina því til bæjarstjórnarinnar að húsnæðismál eldri borgara yrði könnuð, þe. bygging íbúða/húsa. Sjá fundargerð Öldungaráðs frá 23/4 2019 og frá 8. október 2019.
3. Þriðja mál
Fundarmenn voru áhugasamir um aðhitta bæjarstjórnarmenn amk einu sinni á áriog ræða málin.
4. Fjórða mál
Sveinn Þór sagðist vera tilbúin að vera ,,rótari” ráðsins og bauð fram sína aðstoð og var honum þakkað fyrir það.