Öldungaráð Snæfellsbæjar

Öldungaráð Snæfellsbæjar
11. fundur
21. apríl 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 15:00 – 15:50.

Fundinn sátu: Jón Guðmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson og Erla Laxdal.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Um hreinsun á lóða

Á ágætum fundi í Klifi hjá félagi eldriborgra í mars sl. urðu m.a. umræður um hreinsun lóðaþe slátt og tiltekt. Þetta mál var tekið fyrir á fundi Öldungaráðs í dag og það rætt. Eftir farandi var samþykktmeð öllum greiddum atkvæðum:

Öldungaráð Snæfellsbæjar samþykkir að beina þvítil bæjarstjórnarað þeir eldri borgarar og öryrkjar sem þess óska fái flokk eldri unglinga sem eru í sumar bæjarvinnunni til að hreinsa lóðir viðkomandi þe blómabeð og runnaog verði það án endurgjalds.

Greinargerð: Nauðsynlegt væri að þetta yrði gert í amk tvö skipti þe fyrst á vorin/júníog svo einu sinni til tvisvar yfir sumarið. Eldri borgarar og öryrkjarmyndu þá sækja um til Snæfellsbæjarog vinnan yrði gerð ísamvinnuvið þá.Þetta yrði undir stjórn Stefáns Jónssonargarðyrkjustjóra í Snæfellsbæjar.Þetta yrði mikil hjálp fyrir þá sem þurfa á því að halda. Alltaf er verið að tala um að gera þessum hóp auðveldara til að búalengur heima. Svona hreinsunog þrif getur verið erfiðþeimsem ekki geta og fólkþví ánægt að líta yfir flottan garðin sinnað verki loknu. Öldungaráð þakkar góða undirtektir Snæfellsbæjar við sláttin sl ár og viljum viðtaka fram aðmikil ánægja hefur verið sláttinnsíðast liðin ár.

2. Íbúðamál eldri borgara í Snæfellsbæ

Eftirfarandi var samþykkt eftir umræðurmeð öllum greiddum atkvæðum:

Öldungaráð Snæfellsbæjar vill hvetja Bæjarstjórn Snæfellsbæjar til að láta verða af því sem first að byggja tvö tveggja til þriggja íbúða parhús/raðhús. Yrði annað þeirra staðsett í Ólafsvík og hitt á Hellissandi.

Greinargerð: Öldungaráð hefur rætt um þessi mál í tvö ár á sínum fundum og finnst nú komið til að framkvæma. Mikil vöntun er orðið á minna íbúðarhúsnæði fyrir eldri borgara í Snæfellsbæ. Margir þeirra eru með stórar eignir eins og áður hefur komið fram á fundi Öldungaráðs. Viljum við benda á parhúsin tvö sem eru við Engihlíð í Ólafsvík og eru góð fyrirmynd sem myndi henta. Benda má að biðlisti er eftir að komast í þau. Við byggingu húsana myndi losna um fyrir yngra fólk með fjölskyldur til flytja sig í stærra húsnæði.

3. Sundleikfimi eldri borgara í SNB

Öldungaráð Snæfellsbæjar vill koma á framfæri þökkum til Bryndísar Kristjánsdóttur fyrir þann tíma sem hún hafði umsjón með sundleikfimi fyrir eldri borgara í Snæfellsbæ. Jafnframt er nýrri umsjónarkonu Helenu Billington óskað alls hins besta í starfinu.

Fundi slitið kl. 15:50.