Öldungaráð

Öldungaráð
12. fundur
11. október 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 17:30.

Fundinn sátu: Erla Laxdal formaður, Jóhanna Gunnarsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir og Pétur Steinar Jóhannsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Formaður setti fund og stýrði.Brynja Mjöll Ólafsdóttir ráðgjafi félags-og skólaþjónustuSnæfellinga mætti á fundinn að beiðni ráðsinsog svaraði greiðlega öllum spurningum fundarmanna um liðveislu á heimilum hjá þeim sem þess þurfa. Góðar umræður urðu um þennan málaflokk og var Brynju lokum þakkað fyrir komuna á fundinn. Í framhaldi af komu Brynju var tekinfyrir nokkur áhersluatriði sem samþykkt voru á fundi landssambands eldri borgara sem kynnt voru fyrir síðustu alþingiskosningar. Þetta eru mál sem varða bæði ríkið og sveitarfélögin.

1. Vinna eftirlaunafólks

Fundarmenn ræddu um hve mikilvægt væri að fólk sem komin er á aldur fái að vinna hjá ríki og bæ eins og það óskar án skerðingaralmenna tryggingakerfinu. Einnig að lágmarkslífeyrir verði ekki lægri en lágmarkaslaun á almennum markaði. Þá ennfremurað ellilífeyrir og frítekjumörk verði samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hækki sem vísitölunni nemur.Við bendumá í þessu sambandi að starfslok miðistvið færni til starfa en ekki aldur. Þetta ermjög þýðingarmikiðen einstaklingsbundið.

2. Heilsugæslan

Þýðingarmikið er að eftirlaunafólk geti lifað mannsæmandi lífi í sínum húsum með reisn. Til þess þurfa sveitarfélög og ríki að stórauka samvinnu sín á milli í þessum málaflokkimeðþað að markmiði að heilsugæslan verði vagga öldrunarþjónustunnar. Heilsugæslan nálgist eldra fólk fyrr á lífsleiðinni þá með samvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og þá er félagsþjónusta sveitarfélaganna þýðingarmikil.Þá má nefna að nauðsynlegt er að þáttur aðstandenda verði metinn til launa með umönnunarálagi.

3. Búseta heima

Eins og flestum er ljóstþá hentar búseta á eigin heimili ekki öllum þó þeir þurfi ekki dvölá hjúkrunarheimili.Búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru hins vegar alltof fábreittog það vantar millistig á milli búsetu á eigin heimili og hjúkrunarheimili. Mjög brýnt er að byggja upp þannig búsetuform til hagsbóta fyrir eldra fólk og þá ekki síður fyrirvelferðarkerfið.

4. Umræður

Í þessu sambandi fagnar Öldungaráð fyrirætlunumum smíði á raðhúss/aí Snæfellsbæsem var undir minnispuntum bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi samkvæmt fundargerðþann11. maí sl. Öldungaráð hefur áður fjallað um á sínum fundum nauðsyn á byggingu parhúsa/raðhúsaí Snæfellsbæ sem gætu hentað fyrir eldri borgara.

5. Fasteignagjöld 2022

Fundarmenn ræddu um hækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í Snæfellsbæ. Eins og fram kemur í meðfylgjandi grafi frá skrifstofu Snæfellsbæjar þá hafa fasteignagjöld í Snæfellsbæ hækkaðmikiðá þessu kjörtímabili. Samkvæmt FMR þá hækkafasteignagjöld um 7% í Ólafsvík á milli ára 2021-2022 ogum 4% utan Ennis. Þess má geta að samkv Hagstofu Íslands hefur launavísitala hækkað um 19,7% frá því í ágúst 2018 til ágúst 2021. Bætur sem fólk fær frá lífeyrissjóði og Tryggingarstofnun vega ekki hátt í heimilisbókhaldinu. Því brýnir Öldungaráðiðbæjarstjórn Snæfellsbæjar til að skoða afsláttarkjör til elli-ogörorkulífeyrirþega enn beturen gert hefur verið.

6. Önnur mál

Fundarmenn voru áhugasamir um að fá fund með bæjarstjórn Snæfellsbæjar tilupplýsingar um nokkur mál varðandi málaflokk eldri borgara í bæjarfélaginu.

Fundi slitið kl. 17:30.