Öldungaráð Snæfellsbæjar

Öldrunarráð
13. fundur
12. ágúst 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:00 – 15:00.

Fundinn sátu: Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðurmaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellsnes, Ólafur Hlynur, Ragnheiður, Svanur, Pétur Steinar og Svanhildur.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Skipting embætta

Sveinn Þór kynnti það í byrjun að bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefði samkvæmt 1. grein erindisbréf tilnefnt Ólaf Hlyn formann nefndarinnar. Varaformaður verður Margrét Vigfúsdóttir og ritari var kjörinn Pétur Steinar Jóhannsson.

2. Erindisbréf

Sveinn Þór dreifði erindisbréfum Öldungaráðs til fundarmanna. Á eftir fór hann yfir efni sem tengist hlutverki nefndarinnar og fór inn á nokkur atriði.

3. Sameiginlegur fundur formanna Öldungaráða

Ólafur Hlynur kynnti að í haust yrði sameiginlegur fundur formanna Öldungaráða á landinu, en það er í fyrsta skipti sem það er gert.

4. Húsakaup bæjarstjórnar

Umræða kom upp um húsakaup bæjarstjórnar Snæfellsbæjar sem komu frá eldri borgara í Snæfellsbæ, en samkv. því eiga þau að nýtast eldri borgurum í Snæfellsbæ. Fundarmenn voru jákvæðir um þessi mál og voru sammála um að fá betri upplýsingar frá bæjarstjóra/bæjarstjórn til að kynna þau betur fyrir nefndinni. Ólafur Hlynur tók að sér að ræða þetta við fyrrnefnda aðila og fá fund með þeim.

5. Umræður

Þá var rætt um fjölda funda á ári, en samkv. 5. kafla erindisbréfs eru þeir að lágmarki ársfjórðungslega og þar af einn með FEB í Snæfellsbæ. Þá var rætt um að eiga einn fund með bæjarstjórn á hverju ári.

Fundi slitið kl. 15:00.