Öldungaráð Snæfellsbæjar

Öldungaráð
13. fundur
18. október 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:00 – 15:00.

Fundinn sátu: Ólafur Hlynur Steingrímsson, formaður, Ragnheiður Víglundsdóttir, Jón Guðmundsson í forföllum Margrétar Vigfúsdóttur og Pétur Steinar Jóhannsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fyrirspurn til bæjarstjórnar um fasteignagjöld næsta árs þe 2023.

Á fundinn komu að ósk Öldungaráðs Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir bæjarritari.
Sýndu þau samanburð á útreikningum fasteignagjalda eldri borgara miðað við bæjarfélög tiltekna staða á landinu. Miðað við það þá var ,,kúrfan” hagstæð eldri borgurum í Snæfellsbæ. Þá voru þau spurð um fleiri atriði ma um raðhúsin tvö á Hellissandi sem eru í byggingu. Bæjarstjóri og bæjarritari véku svo að fundi og þeim þökkuð koman á fundinn.

2. Ræða tilögu að breyttu erindisbréfi.

Ólafur formaður fór yfir nokkur atriði í erindisbréfinu og kom með tillögu að því breyttu og var hún samykkt. Tillögunni vísað til bæjarstjórnar. Ólafur sagði frá því að hann hafi rætt við Helga Pétursson formann Landssamband eldriborgara um hlutverk öldungaráða. Það kom fram hjá Helga að ætlunin væri að kalla saman formenn nefndanna á öllu landinu og fara betur yfir hlutverk þeirra.

3. Tillaga um heilsueflingu eldri borgara.

Ólafur formaður skýrði frá því að hann hafi rætt við Kristfríði Stefánsdóttur íþrótta og æskulýðsfultrúa SNB hvort hægt væri að fá litla salinn í íþróttahúsinu við Engihlíð til afnota til styrktaræfinga fyrir eldri borgara. Nokkrar umræður urðu um málaflokkinn meðal fundarmanna. Ólafur ætlar að ræða um nánari útfærslu við Kristfríði og verður það kynnt síðar.

4. Tillaga frá Ólafi formanni um námskeið í tölvulæsi fyrir eldri borgara.

Rætt var um af fá yngra fólk til að auka tölvulæsi eldri borgara og fá þau til að koma á vikulegan hitting í Kifi og fara yfir tölvumál og auka þekkingu á bæði gsm símum og tölvum.

5. Bankamál námskeið frá Landsbankanum.

Ólafur formaður skýrði frá því að hann hafi rætt við Þórhöllu Baldursdóttur bankastjóra Landsbanka í Ólafsvík um að fá starfsmann/konu bankans og kynna ýmislegt sem varðar samskipti við peningastofnanir ss heimabanka og fleira. Þórhalla tók vel í þessa beiðni og verður málið kynnt síðar.

5. Ræða fundardaga í framtíðinni.

Málið rætt síðar er bæjarstjórn hefur tekið fyrir breytingar á erindisbréfinu. Sjá lið 2

Fundi slitið kl. 15:00.