Öldrunarráð
2. fundur
17. janúar 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 17:00.
Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Aðalsteina Erla Laxdal Gísladóttir, Jón Guðmundsson og Pétur Steinar Jóhannsson. Einnig var mættur Sveinn Þór Elínbergsson frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.
Dagskrá:
1. Upphaf fundar
Margrét formaður bauð í upphafi fundar alla fundarmenn velkomna og óskaði öllum gleðilegs árs. Að því loknu bað hún Svein Þór að fara stuttlega yfir erindisbréf fyrir nefndina sem er alls í níu köflun.
2. Verksvið nefndar rætt
Það kom fram hjá Sveini að nefndin starfar í umboði bæjarstjórnar Snæfellsbæjar samkv. lögum. Verksviðið nefndarinnar er vítt og varðar alla hagsmuni íbúa bæjarins sem eru 67 ára og eldri. Auk þess er hún til ráðgjafar og getur beint tillögum og ályktunum til bæjarstjórnar, nefnda og ráða.
3. Umræður
Fundarmenn spurðu Svein um ýmis mál sem snúa að félagsmálaþætti skrifstofunnar. Nokkur mál komu upp við þessar umræður sem fundarmenn munu taka fyrir á næstu fundum. Svo sem í sambandi við sjúkraþjálfun eldri borgara, kynna eldri borgurum þá kosti sem eru í boði í Snæfellsbæ. Einnig að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Þá var rætt um heimilisaðstoð hjá eldri borgurum og starfsemi vistunarmatsnefndar og hvernig hún metur fólk inn á Dvalarheimilið Jaðar. Líka voru fleiri mál rædd.
4. Ákveðið að fá Ingu Kristinsdóttur, forstöðukonu Jaðars, á næsta fund.
5. Dagsetning næsta fundar ákveðin
Næsti fundur verður haldin á sama stað þann 23. apríl nk. kl 16.oo.