Öldrunarráð

Öldrunarráð
3. fundur
29. janúar 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 14:30 – 15:05.

Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Erla Laxdal Gísladóttir, Jón Guðmundsson og Pétur Steinar Jóhannsson.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Margrét bauð fundarmenn velkomna. Las hún síðan upp nokkra punkta úr fundargerð frá mánudeginum 28/1 sl., en þar hittust Öldrunarráð SNB, Ungmennaráð SNB að beiðni Velferðarnefndar SNB.

Dagskrá:

1. Fyrirhuguð Heilsuvika

Nefndarmenn í Öldrunarráði ræddu um fyrirhugaða heilsuviku sem á að vera í mars nk og hverjar hugmyndir Öldrunarráðs væru til að koma þar inn í dagskrána.

Tvær hugmyndir komu fram: Önnur að fá næringarfræðing til að koma á fund með eldri borgurum á Klifi og ræða um mataræði og því tengt.

Hin var um að ræða við Landsbankann að koma á námskeiðum með eldri borgurum  í sambandi við notkun heimabanka.

Þá var talað um að hvetja eldri borgara til að stunda sundið og leikfimina sem henni fylgir og einnig að minna á bociaæfingarnar sem fram fara í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar.

2. Önnur mál

Fleira var rætt ma um lífeyrismál. Nauðsynlegt er að vekja athygli á því og kynna fyrir fólki gildi lífeyrissparnaðar og fleira sem tengist því. Þótt málið sé kanske ekki alveg málefni eldri borgara þá er nauðsynlegt að  fólk hugi vel á þeim málum áður en það kemst á þann aldur sem hægt er að taka sparnaðinn út.

Fundi slitið kl. 15:05.