Öldrunarráð

Öldrunarráð
4. fundur
28. janúar 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 20:40.

Fundinn sátu: Ólafur Hlynur Steingrímsson í forföllum Margrétar Vigfúsdóttur, Ragnheiður Víglundsdóttir í forföllum Pétur S Jóhannssonar, Jóhanna Gunnarsdóttir, Erla Laxdal Gísladóttir og  Jón Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Tilefni fundar

Til fundarins hafði velferðarnefnd boðað ungmennaráð Snæfellsbæjar auk okkar öldungaráðsmanna.  Það kom fram hjá Gunnhildi Hafsteinsdóttir formanns Velferðarnefndar að efni fundarins væri fyrirhuguð heilsuvika í mars og hvað væri hægt að gera í tengslum við hana varðandi heilsueflingu og fleira.

Einhver atriði er búið að ákveða í tengslum við þessa viku, en fleiri hugmyndir vantar og á þessum fundi okkar komu upp ýmsar tillögur, m.a. var velt upp, t.d. að fá ráðgjafa til að fara yfir matarræði eldri borgara, fá Landsbankann til að hafa kynningu á heimabanka og sparnaðarleiðum fyrir yngra fólkið, tengja saman yngra fólkið okkar og eldra varðandi tilsögn á tölvur og snjallsíma. Einnig að fá  verkalýðsfélagið til að kynna fyrir, sérstaklega yngra fólkinu, réttindi þeirra og fá kynningu á launaseðlinum sem þau fá og sjái í hvað allir þessir frádráttarliðir fara.

Ýmislegt fleira var rætt en að lokum var stungið upp á að ungmennaráð og þjónustuhópur eldri borgara myndu hittast í sitthvoru lagi fljótlega þar sem að áherslur hópanna eru mismunandi og síðan yrði annar fundur eins og í gær, t.d. eftir 2-3 vikur, þar sem að mótaðar tillögur hópanna yrðu lagðir fyrir og ræddar. Þá væri hægt að byrja vinnu við að koma þeim í framkvæmd.

Fundi slitið kl. 20:40.