Öldrunarráð

Öldrunarráð
5. fundur
11. febrúar 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:00.

Fundinn sátu: Margrét  V, Jón G, Aðalsteina Erla, Jóhanna G og Pétur Steinar.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar.

Sækja fundargerð

Til fundarins var boðað af Velferðarnefnd SNB og einnig mætti Ungmennaráð SNB.

Dagskrá:

1. Framhald umræðana um heilsuviku í Snæfellsbæ sem fram fer 8.  mars til 15. mars nk.

Gunnhildur setti fund og bauð fundarmenn velkomna og spurði um hugmyndir að dagskrá varðandi heilsuvikuna. Rætt var um fá  heilsufræðing til að koma vestur en eftir er að ákveða betur með tíman.

Þá var rætt um næringarfræði fyrir eldri borgara, sund og fleira þeim tengt. Ungmennaráðsfélagi nefndi að þeir væru til í að auka samskipti eldri og yngri borgara ma með spilakvöldum og fl.

Einnig var rætt um að fá verslanir, fyrirtæki og stofnanir í Snæfellsbæ að taka þátt í heilsuvikunni.

Líka var rætt um sem verkefni að nauðsynlegt væri að vinna að forvörnum á heimilum í Snæfellsbæ ss brunavarnir, slysavarnir, tryggingar og fleira en gera þarf meira í þessum málum til að auka þar öryggi.

Fundi slitið kl. 21:00.