Öldrunarráð

Öldrunarráð
6. fundur
23. apríl 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 15:00 – 16:30.

Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir formaður, Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, Aðalsteina Laxdal, Auður Grímsdóttir í forföllum Jóns Guðmundssonar og Pétur Steinar Jóhannsson sem ritaði fundargerð. Einnig mætti Sveinn Þór Elinbergsson frá Félags og skólaþjónustu og gestur var Inga Kristinsdóttir forstöðukona heimilisins Jaðars í Ólafsvík. 

 Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Inga Kristinsdóttir, forstöðukona Jaðars.

Margrét bauð Ingu velkomna á fundinn. Í framhaldi af því spurðu fundarmenn um starfsemi Jaðars ss hvernig fólk væri valið inn á Jaðar en talsverðar umræður hafa orðið um þann þátt í bæjarfélaginu. Inga sagði frá því að til að komast inn á Jaðri sem og öðrum heimilum þá væri að störfum svokölluð vistunarmatsnefnd. Hún færi yfir allar umsóknir sem bærust hvort sem það er vegna hjúkrunarinnlagnar eða til dvalar. Það kom fram hjá Ingu að fjórir væru á biðlista yfir hjúkrunarinnlögn og tveir á lista yfir dvalarrými. Margt fleira áhugavert kom fram í máli Ingu. Að umræðum loknum vék Inga að fundi og voru henni þakkaðar góðar upplýsingar.  

2. Íbúðir fyrir aldraða í Snæfellsbæ og tillaga til bæjarstjórnar SNB.

Fundarmenn ræddu um og samþykktu eftirfarandi tillögu eftir nokkrar umræður:  

,,Öldungaráð Snæfellsbæjar samþykkir að beina því til bæjarstjórnar Snæfellsbæjar að kanna hug íbúa 65 ára og eldri fyrir byggingu íbúða/húsa í Snæfellsbæ. Einnig hvort ekki sé komin þörf á að stækka dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík þrátt fyrir að biðlisti sé ekki langur sem stendur. “

Greinargerð: Öldungaráð Snæfellsbæjar telur tímabært að bæjarstjórn láti fara fram könnun, til að fá fram þörf á byggingu húsnæðis fyrir íbúa Snæfellsbæjar 65 ára og eldri. Eldra fólki í bæjarfélaginu hefur fjölgað og því er þörf á auknum búsetuúrræðum. Þá er margt fólk sem býr á heimilum sínum og er sannarlega komið í þörf til að komast inn á Jaðar en ekki fengið vegna plássleysis.   

3. Skoðun á afsláttarkjörum v/fasteignaskatta eldri borgara.  

Umræður urðu í Öldungaráði um fasteignagjöld í Snæfellsbæ miðað við sambærileg bæjarfélög td á Snæfellsnesi. Í Snæfellsbæ er fasteignaskattur í flokki A þe á íbúðarhúsnæði 0,44%. Td í Stykkishólmi er sami flokkur 0,39% og hefur farið lækkandi frá árinu 2017. Öldungaráð beinir þeim tilmælum til Bæjarstjórnar Snæfellsbæjar að hækka tekjuviðmið  afsláttar vegna fasteignaskatts fyrir elli-og örorkulífeyrisþega. Eins og flestir vita sem fara af vinnumarkaði verður þá veruleg tekjulækkun. Bætur sem fólk fær þe frá lífeyrisjóði og  Tryggingarstofnun vega ekki hátt í heimilisbókhaldinu. Því er brýnir Öldungaráð Snæfellsbæjar bæjarstjórn SNB til að taka verulega tillit til þess hjá eldri borgurum í bæjarfélaginu fyrir næstu fjárhagsáætlun. Öldungaráð minnir á í þessu sambandi að um sl áramót varð um 10% hækkun á einbýli í Snæfellsbæ og munar um minna. 

4. Framhald á heilsueflingu í Snæfellsbæ

Í sambandi við heilsuvika í mars sl þá vilja Öldunganefndarmenn lýsa ánægju sinni með hana. Sérstaklega með komu Janusar Guðlaugssonar íþrótta og heilsufræðingur á fund eldri borgara á Klifi þar sem hann fræddi fundarmenn um heilsueflingu eldri borgara en þar kynnti hann nánara prógram sem í boði væri á hans vegum. Öldrunarráð fer þess á leit að Bæjarstjórn kanni hvað kosti að fá Janus með sitt prógram og þá er hægt að meta framhaldið. Fundarmenn lýstu miklum áhuga á að vinna áfram með amk hluta prógrammsins. 

Fundi slitið kl. 16:30.