Öldrunarráð

Öldrunarráð
7. fundur
8. október 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 15:00 – 16:00.

Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir, Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, Guðbjörn Ásgeirsson í forföllum Erlu Laxdal, Jón Guðmundsson og Pétur Steinar Jóhannsson. Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Umræður um heilsueflingu eldri borgara í Snæfellsbæ

Margrét fór yfir efni sem Janus Guðlaugsson var með á fundi fyrir eldri borgara í Klifi sl vetur. Það kom fram að kostnaður við þetta verkefni væri mikill en allir voru sammála um að árangurinn væri mjög góður og mælanlegur sem er mikið atriði. Í framhaldinu kom hugmynd að ræða við þær konur sem væru að vinna með líkamsrækt í SNB. Hvort þær væru tilbúnar að koma inn í málið og tók Jón Guðmundsson ásamt Margréti verkið að sér og mun skýra frá niðurstöðu þeirra viðræðna á næsta fundi. 

2. Gera tillögu til bæjarstjórnar SNB um að eldri borgarar geti valið um slátt eða hreinsun á beðum á sínum lóðum

Talsverðar umræður urðu um þennan lið. Niðurstaðan varð sú að beina því til bæjarstjórnar SNB að í sumarvinnuflokki unglinga á hverjum tíma væri hópur sem eldriborgarar gætu kallað til, til að hreinsa lóðir. Eldri borgarar væru tilbúnir að greiða fyrir það og jafnframt að segja til um það sem þyrfti að gera en áfram yrði sláttur án endurgjalds. 

3. Ath. hjá bæjarstjórn SNB hvort einhver vinna sé í gangi vegna könnunar á húsnæðisþörf eldri borgara

Vísað var í umræður á síðasta fundi nefndarinnar frá 23. apríl sl en þar voru miklar umræður að þessi könnun færi fram til að auka búsetuúrræði eldri borgara. Fundarmenn voru sammála að hvetja bæjaryfirvöld til að dáða í þessu máli. 

4. Önnur mál

Á upplýsingaöld er nauðsynlegt að hafa allt uppi á borðum, t.d. hvað varðar um persónuupplýsingar, fjármálauppýsingar, erfðamál og tryggingamál. Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt og gott væri að fá sérfræðinga til að ræða þessi mál  á fundi með félagi eldri borgara á Klifi og auglýsa hann sérstaklega þar sem hvert atriði væri tekið fyrir sig. Margrét og Pétur tóku að sér að kanna með sérfræðinga til að koma á fund.  

Þá urðu umræður um fasteignagjöld  eldri borgara og bæjarstjórn SNB enn og aftur hvött til að gera verulegt átak í þessum málum. 

Fundi slitið kl. 16:00.