Öldrunarráð

Öldrunarráð
8. fundur
23. janúar 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 10:30 – 11:45.

Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir, Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, Erla Laxdal, Jón Guðmundsson og Pétur Steinar Jóhannsson. Einnig mættu sem gestir Kristfríður Stefánsdóttir, Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Tvö mál voru á dagskrá fundarins og svo liðurinn önnur mál.

  1. Fara yfir og skoða niðurstöður í álagningu fasteignagjaldafyrir árið 2020
  2. Heilsuefling aldraðra í SNB.
  3. Önnur mál.

Byrjað var á lið tvö og þær boðnar velkomnar af Margréti formanni þær Kristfríður og Gestheiður en þær reka heilsueflingu í Rifi og einnig var Bryndís boðin velkomin en hún stjórnar sundleikfimi fyrir eldri borgara í Snæfellsbæ.

Á síðustu fundum ráðsins hefur mikið verið rætt um meiri heilsueflingu eldri borgara í SNB og rætt hefur verið um hvernig best væri að koma henni af stað. Fundarmenn beindu spurningum til þeirra Kristfríðar og Gestheiðar um það mál. Þær tóku vel undir fyrirspurnir um ma hvaða dagar og tími dags gætu hentað. Eins voru spurningar með hverskonar æfingar mindu henta og að þetta væri fyrir alla eldriborgara í SNB eldri en 60 ára. Eins með greiðslur fyrir þessa tíma en fram kom hjá Margréti formanni að Snæfellsbær myndi amk taka þátt í kostnaðinum. Mjög góðar umræður urðu um málið. Niðurstaðan var sú að byrja með kynningartíma miðvikudaginn þann 5. febrúar nk að undangenginni góðri auglýsingu í Jökli og inni á síðu félags eldri borgara sem þær Kristfríður og Gestheiður mindu gera. Þá ætluðu þær að senda á Margrét formann kostnaðaráætlun sem hún mindi kinna fyrir SNB.

Viku þær þrjár síðan af fundi eftir þessar umræður og var þeim þakkað vel fyrir komuna.

Mál no 1: Margrét lagði fram gögn til kynningar á útreikningum um fasteignagjöld frá bæjarritara SNB fyrir árið 2020.

Í þessum gögnum kemur fram samanburður á fasteignagjöldum 2019 og 2020. Einnig kemur fram að bæjarstjórn SNB hefur veitt afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð og miðað er við ákveðin tekjumörk. Fram kemur að tekjumörkin nú eru sambærileg á við Stykkishólm en hærri en í Grundarfirði. Fundarmenn ræddu að gott væri að fá bæjarritara SNB til að koma á fund á Klifi og kynna þetta mál fyrir eldri borgurum snb.

Önnur mál: Fram kom hjá formanni að hún hafi nýlega rætt við Ingu Kristinsdóttur forstöðumann Dvalarsheimilisins Jaðars. Aðspurð um hvernig staðan væri á umsóknum að komast inn væri hún þannig að alls væru níu manns á biðlista og þar af fimm eftir hjúkrunarrými.

Fundi slitið kl. 11:45.