Öldrunarráð

Öldrunarráð
9. fundur
18. maí 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 13:30 – 15:00.

Fundinn sátu: Margrét Vigfúsdóttir formaður, Jón Guðmundsson, Erla Laxdal, Jóhanna Gunnarsdóttir og Ragnheiður Víglundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Víglundsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Áframhaldandi heilsuefling

Margrét sagði frá því að hún væri að bíða eftir svari frá Crosfit á Rifi hvernig framhaldið verði þar fyrir félaga í eldri borgarafélaginu.  Snæfellsbær hefur gert samkomulag við Crosfit Rifi og Sólarsport í Ólafsvík fyrir árið 2020, sem verður endurskoðað í janúar 2021 

2. Heilsugæslan

Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur kom á fundinn kl. 14.00, sagði hún frá því hvað heilsugæslan er að bjóða uppá. Hægt er að sækja um heimahjúkrun frá sjúklingi sjálfum, aðstandanda,sjúkrahúsum  eða öðrum stofnunum Uppfylla þarf ákveðnar kröfur sem  heilsugæslan metur.  Nefndi hún líka að hægt er að útskrifast úr heimahjúkrun, t.d. ef fólk verður fyrir því að brotna og nær sér að fullu. Heimahjúkrun er eingöngu á dagvinnutíma. Heilsugæslan hefur séð um líknandi meðferð í samvinnu við aðstandendur, einnig eru lyfjagjafir veittar ef þess er óskað og fleira. Kom fram hjá Fanný Berit að leggja þurfi meiri áherslu á félagslega þjónustu fyrir fólk svo það geti verið lengur heima. 

3. Efla samstarf félagsþjónustu og heilsuþjónustu. 

 

Fundi slitið kl. 15:00.