Rekstrarnefnd félagsheimilisins Klifs
1. fundur
17. október 2022 í Klifi frá kl. 13:00 – 14:15.
Fundinn sátu: Baldvin Leifur Ívarsson, Guðrún Þórðardóttir, Jenný Guðmundsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Erindisbréf.
Formaður afhenti nefndarmönnum erindisbréf nefndarinnar og fór lauslega yfir hvert hlutverk hennar væri.
2. Brýn verkefni
Mikil umræða var um hvað þyrfti að fara inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og ákvað nefndin ásamt umsjónarmanni að þetta væri það sem væri efst á óskalistanum
- Laga lýsingu í sal, setja led perur í öll ljós
- Klára að laga „Bláasalinn“ svo að hægt sé að auka útleigu á honum.
- Laga hurð og glugga
- Fá nýja innréttingu
- Bæta við stólum
- Laga aðkomu að inngangi að framan og í „Bláasalnum“.
3. Skoðunarferð um Klif
Að lokum var tekin skoðunarferð um Klif inni og úti.