Rekstrarnefnd félagsheimilisins Klifs

Rekstrarnefnd félagsheimilisins Klifs
2. fundur
29. nóvember 2022 í Klifi frá kl. 13:00 – 14:03

Fundinn sátu: Baldvin Leifur Ívarsson, Guðrún Þórðardóttir, Jenný Guðmundsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

Fundargerð ritaði: Sigrún Ólafsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Stólakaup í hliðarsalinn

Vorum búin að skoða stóla frá Patti húsgöng sem okkur leist vel á, staflanlegir svo að það væri gott að geta líka notað þá í stóra salnum þegar það eru stórir viðburðir. Fengum gott tilboð en Guðrún ætlar suður og skoða þá áður en við leggjum inn pöntun.

2. Eldhúsinnrétting.

Þar sem það vantaði nýja eldhúsinnréttingu í hliðarsalinn fengum við að eiga nýlega innréttingu sem var verið að skipta út. Einnig fengum við helluborð, ofn og viftu. Starfsmenn áhaldahússins fóru og tóku hana niður og er næsta verkefni að koma henni upp í Klifi. Viljum við þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Fundi slitið kl. 14:03