Rekstrarnefnd félagsheimilisins Klifs
3. fundur
16. febrúar 2023 í félagsheimilinu Klifi frá kl. 15:00 – 16:00.
Fundinn sátu: Baldvin Leifur Ívarsson, Guðrún Þórðardóttir, Jenný Guðmundsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigrún Ólafsdóttir
Dagskrá:
1. Yfirlit frá starfsmanni áhaldahúss hvað væri búið að gera og hvað væri á næstunni.
Leifur sagði okkur frá því að búið væri að setja ledljós í stóra salinn og vonaðist til að það þyrfti ekki að skipta eins oft um perur. Hliðarsalurinn er nánast tilbúinn, Guðrún ætlaði að setja myndir á veggina og kaupa nokkur áhöld sem vantaði. Hann og Hjölli pípari eru á leið í að græja karlaklósettið, búið er að panta nýja vaska.
2. Leki á kvennaklósettinu
Fórum og skoðuðum lekann á kvennaklósettinu og töldum að þetta væri brýnt verkefni að laga sbr. mynd.
3. Eldavél
Eldavélin í stóra eldhúsinu er orðin léleg enda er hún síðan að húsið var byggt, Guðrún sagði að það þyrfti líka að fá nýja í Röstina, svo að hún ætlaði að athuga hvort að hún gæti fengið tilboð í tvær vélar og skoða hvað það gæti kostað. Það væri nóg að fá helluborð í Klifið þar sem þar er nýlegur ofn sem er í toppstandi.