Rekstrarnefnd félagsheimilisins Rastar

Rekstrarnefnd félagsheimilisins Rastar
1. fundur
25. nóvember 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 12:00 – 12:45

Fundinn sátu: Karen Olsen, Guðrún Halla Elíasdóttir og Heimir Berg Vilhjálmsson

Fundargerð ritaði: Heimir Berg Vilhjálmsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Umræður.

Almenn umræða um félagsheimilið Röstina og ástand þess, fjárhagsstöðu og framtíðarsýn.

2. Teikningar

Finna teikningar af húsinu í núverandi mynd og kalla eftir þeim breytingatillögum sem hafa verið teiknaðar upp.

3. Skoðunarferð í Röstina

Ákveðið að næsti fundur, í janúar 2020, verði í Röstinni þar sem húsnæðið verður jafnframt tekið út.

Fundi slitið kl. 12:45