Rekstrarnefnd félagsheimilisins Rastar

Rekstrarnefnd félagsheimilisins Rastar
2. fundur
23. september 2022 heima hjá formanni nefndar, Kristgeiri Kristinssyni, frá kl. 16:00 – 17:05.

Fundinn sátu: Karen Olsen, Guðrún Halla Elíasdóttir og Kristgeir Kristinsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Umræður.

Almenn umræða um félagsheimilið Röstina og ástand þess, fjárhagsstöðu og framtíðarsýn. Ákveðið að halda aftur fund fljótlega, lítið gert sökum Covid síðasta kjörtímabil.

2. Teikningar

Finna teikningar af húsinu í núverandi mynd og kalla eftir þeim breytingatillögum sem hafa verið teiknaðar upp.

Ákveðið að ræða við tæknideild Snæfellsbæjar og finna hvort það 

hafi þegar verið teiknað upp og hvort þær teikningar séu til, vegna stækkunar anddyris á Röstinni sem snýr til vesturs.   

3. Meindýr

Ákveðið að tala við sérfræðing eða einhvern sem vel þekki til, ( Ómar Lúðvíksson ) og meindýraeyðir til að finna leiðir til að koma í veg fyrir sífelldan músagang í Röstinni. 

4. Næsti fundur

Eftir það að byggja frá grunni, og næsti fundur verður haldinn í Röst, og þar ætlum við að skoða vel húsnæðið og eldhúsið, helst í samráði/með húsverði til að fá ábendingar um hvaða áheyrslur við ætlum að legga á. 

Fundi slitið kl. 17:05.