Stjórn Jaðars

Stjórn Jaðars
fundur
30. janúar 2019 á Dvalarheimilinu Jaðri frá kl. 11:00 – 12:10.

Fundinn sátuÁsbjörn Óttarson, Unnur Fanney Bjarnadóttir, Lovísa Sævarsdóttir og Inga Jóhanna Kristinsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Forstöðumaður fór yfir eftirfarandi mál:

  • Stöðu heimilisins og nýtingu dvalar- og hjúkrunarrýma sem eru fullnýtt og biðlisti.
  • Samskipti við ráðuneyti vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og lagt til að forstöðumaður og bæjarstjóri fylgi þessu eftir.
  • Stjórnin sótti um í framkvæmdasjóð aldraðra vegna framkvæmda 2018 en fékk ekki úthlutun. Ákveðið var að sækja um aftur vegna framkvæmda 2019.
  • Kynntar voru breytingar og lagfæringar á húsnæði.
  • Farið yfir starfsmannamál.
  • Farið var yfir reksturinn vegna ársins 2018 og ákveðið að óska eftir að bæjarritari komi á næsta fund og fari yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2019.

Fundi slitið kl. 12:10.